Knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir er að öllum líkindum á leið frá Lilleström í Noregi til Madrid CFF á Spáni. Hún sagði við Morgunblaðið í gær að útlit væri fyrir það, Lilleström hefði samþykkt tilboð Spánverjanna, en hún ætti þó eftir að fara til Spánar og skrifa undir hjá félaginu. Madrídarliðið er í tíunda sæti af sextán liðum í spænsku deildinni en með liðinu leikur landsliðskonan Hildur Antonsdóttir. Ásdís, sem er 25 ára, fór frá Val til Lilleström fyrir ári.
Jan Larsen, fyrrverandi þjálfari karlaliða KA og Þórs í handknattleik, er látinn, 68 ára að aldri, eftir fjögurra ára baráttu við krabbamein. Hann kom til Akureyrar og þjálfaði KA tímabilið 1982-83, og kom síðan aftur árið 1990 og þjálfaði Þór um nokkurra ára skeið auk þess að kenna á Akureyri. Hann þjálfaði lengi unglingalið hjá Ribe HK í
...