— Morgunblaðið/Eggert

„Tunglið, tunglið taktu mig og berðu mig upp til skýja. Hugurinn ber mig hálfa leið í heimana nýja,“ orti skáldið Theodóra Thoroddsen forðum en fallegur hálfmáni prýddi himininn í gær og ekki laust við að hægt væri að sjá glitta í karlinn í tunglinu í köldu skammdeginu.

Napurt er á land­inu þessa dagana en 25 stiga frost mældist á Þingvöllum í gær. Aðfaranótt sunnu­dags geng­ur í suðaust­an hvassviðri með rign­ingu og má bú­ast við mikl­um leys­ing­um, auknu af­rennsli og vatna­vöxt­um í ám og lækj­um. Má einnig gera ráð fyrir að mik­il hálka geti mynd­ast þar sem rign­ir á klaka­bunka eða þjappaðan snjó.