Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, fundaði í gærkvöldi með formönnum allra helstu stjórnmálaflokka Danmerkur til þess að ræða nýleg ummæli sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, lét falla í vikunni um að hann útilokaði ekki að …
Mette Frederiksen
Mette Frederiksen

Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, fundaði í gærkvöldi með formönnum allra helstu stjórnmálaflokka Danmerkur til þess að ræða nýleg ummæli sem Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, lét falla í vikunni um að hann útilokaði ekki að beita hervaldi til þess að ná Grænlandi undir yfirráð Bandaríkjamanna.

Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra sagði að fundurinn gæfi ríkisstjórninni tækifæri til þess að kynna flokkunum hvað hún hefði gert síðustu daga. Rasmussen sagðist ekki telja að krísa væri komin upp í dönskum utanríkismálum, en að þetta væri vissulega áskorun. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að taka bæri Trump alvarlega en ekki bókstaflega.