Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Lagið „Angelía“ sló í gegn með hljómsveitinni Dúmbó og Steina frá Akranesi fyrir yfir 60 árum. Þá söng Sigursteinn Hákonarson, alltaf kallaður Steini, fyrst lagið og hann hefur reglulega tekið það síðan, síðast í árlegri skötuveislu Hins íslenska skötufélags, sem fór fram í Fjörukránni í Hafnarfirði skömmu fyrir jól. Höfðu menn á orði að Steini hefði aldrei sungið lagið betur og er ekki ofsögum sagt að sumir hafi rifjað upp gamla tíma með tár á hvarmi. „Þetta var sérstaklega gaman,“ segir Steini, sem er 77 ára.
Hljómsveitin Dúmbó var stofnuð sem skólahljómsveit í Gagnfræðaskóla Akraness um 1960 og var Gísli Einarsson, síðar bæjarstjóri, gítarleikari, en leiðir þeirra Steina hafa oft legið saman. Eftir að Steini og Ásgeir Rafn
...