Fjöldi þjóðarleiðtoga og fyrirmenna kom saman í dómkirkjunni í Washington-borg í gær til að votta Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, virðingu sína. Þeir fimm menn sem hafa gegnt embætti Bandaríkjaforseta voru allir viðstaddir, en…
— AFP/Roberto Schmidt

Fjöldi þjóðarleiðtoga og fyrirmenna kom saman í dómkirkjunni í Washington-borg í gær til að votta Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, virðingu sína. Þeir fimm menn sem hafa gegnt embætti Bandaríkjaforseta voru allir viðstaddir, en núverandi forseti, Joe Biden, er nú aldursforseti hópsins.

Biden flutti líkræðu yfir Carter og sagði þar að Bandaríkjamenn hefðu þá skyldu að gefa hatrinu ekkert skjól og að koma í veg fyrir það sem Biden sagði vera mestu syndina, misbeitingu valds.

Auk forsetanna fimm voru Antonio Guterrez, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Játvarður Bretaprins og Justin Trudeau, fráfarandi forsætisráðherra Kanada, á meðal gesta.