Magnús Skúlason
Magnús Skúlason

Magnús Skúlason, arkitekt og formaður byggingarnefndar borgarinnar í tíð vinstri meirihlutans fyrr á árum, ræddi við Morgunblaðið í gær um þróun skipulagsmála í borginni og lýsti miklum áhyggjum af því hvert stefndi. Hann telur að þétting byggðar hafi gengið of langt, hæð húsa sé of mikil og áhrifin á birtu og íbúa hafi verið vanmetin. „Við búum hér á 64. gráðu norður og skuggarnir eru ansi langir og miklu lengri en í öðrum nágrannalöndum okkar, sem eru miklu sunnar. Danmörk er til dæmis á 55. breiddargráðu, sem munar ansi miklu.

Að mínu áliti hafa kollegar mínir og stjórnmálamenn alls ekki hugað nógu mikið að hæð húsa. Það á helst ekki að byggja hærra í íbúðahverfi en þrjár hæðir og ris eða fjórðu hæð sem er inndregin. Það er til að tryggja að mannlíf þróist milli húsa í birtu og skjóli. Dagsbirtan er enda mjög mikilvæg andlegri og líkamlegri heilsu manna. Það stefnir í

...