Sigurður Geirsson fæddist 10. janúar 1955 í Reykjavík. „Fyrstu æviárin bjó ég hjá foreldrum mínum á Bústaðavegi 75 en 1961 fluttu foreldrar mínir í Stóragerði 14 þar sem þau bjuggu til dánardægurs.“
Sigurður gekk í Breiðagerðisskóla í Reykjavík haustið 1961 og lauk síðan landsprófi 1970 frá Gagnfræðaskólanum við Réttarholtsveg. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1974 og útskrifaðist síðan sem viðskiptafræðingur af endurskoðunarkjörsviði með cand. oecon.-gráðu frá Háskóla Íslands vorið 1978. „Síðan þá hef ég sótt ýmis námskeið og hlaut m.a. löggildingu sem verðbréfamiðlari 1984 og útskrifaðist sem stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík 2014.“
Fljótlega eftir að Sigurður hafði lokið námi hóf hann vinnu á Endurskoðunarstofu Björns Steffensens og Ara Thorlaciusar, sem sérfræðingur í bókhaldi og
...