Formaður og varaformenn KSÍ hafa á síðustu dögum rætt við þá þrjá knattspyrnuþjálfara sem helst koma til greina í starf þjálfara karlalandsliðs Íslands. Arnar Gunnlaugsson og Freyr Alexandersson eru tveir þeirra en Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ vildi ekki staðfesta hver sá þriðji væri. Sá er erlendur og nafn Svíans Jannes Anderssons hefur m.a. verið nefnt. Þorvaldur sagði að margir hefðu sótt um og hann væri ánægður með viðræðurnar við þremenningana. » 26