Valbjörg Elsa Haraldsdóttir, hárgreiðslumeistari og frumkvöðull, lést á Landspítalanum 7. janúar sl., 76 ára að aldri.

Elsa fæddist 27. mars 1948 á Ísafirði. Foreldrar hennar voru Haraldur Valdimarsson verkstjóri, d. 1965, og Brynhildur Ingibjörg Jónasdóttir ljósmóðir, d.1993. Systur Elsu voru Þórunn, d. 2024, og Jóna Vigdís, d. 2002. Hálfbróðir Elsu samfeðra var Árni Sigursteinn, d. 2014.

Elsa ólst upp á Ísafirði og lauk þar landsprófi. Flutti til Reykjavíkur í kjölfar andláts föður síns og gerðist nemi hjá Helgu Jóakimsdóttur hárgreiðslumeistara árið 1966. Elsa lauk sveinsprófi í hárgreiðslu 1968 og fékk meistarabréf 1971. Að loknu sveinsprófi flutti Elsa til Vínar þar sem hún vann á hársnyrtistofu í tvö ár. Hún stofnaði hársnyrtistofuna Salon VEH árið 1971 og rak hana til ársins 2024. Elsa stofnaði einnig og rak heildverslunina Hár ehf.

...