Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Eðlilega velta margir því fyrir sér hvernig forysta Sjálfstæðisflokksins verður skipuð nú þegar Bjarni Benediktsson hefur tilkynnt að hann sækist ekki eftir endurkjöri sem formaður á komandi landsfundi. Og það er óneitanlega skemmtilegur samkvæmisleikur fyrir okkur öll að velta upp nöfnum og máta fólk við ákveðin hlutverk í öflugasta stjórnmálaflokki landsins.
Þessi miklu tímamót í Sjálfstæðisflokknum verða hins vegar að snúast um meira en persónur og leikendur. Þau þurfa að snúast um framtíð flokksins, þær áskoranir sem eru fram undan, hvernig flokkurinn ætlar að berjast fyrir hugsjónum og tryggja framgang þeirra. Hvernig Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að rækta sambandið við fólkið í landinu og móta og slípa stefnu með skýra framtíðarsýn. Í stuttu máli, þá standa sjálfstæðismenn frammi fyrir því að ákveða framtíð flokksins
...