Guðmundur Marinósson var fæddur á Kópsvatni 4. nóvember 1939. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli 19. desember 2024. Foreldrar Guðmundar voru hjónin Marinó Andrés Kristjánsson, f. 25. júní 1906 á Ísafirði, d. 1. ágúst 1997, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 12. des. 1899 í Jötu í Hrunamannahreppi, d. 17. október 1972. Systir Guðmundar er Valdís Guðmunda, f. 26. apríl 1938.
Guðmundur ólst upp á Kópsvatni og gengu þau systkinin inn í bú foreldra sinna og tóku við því að þeim gengnum. Guðmundur vann einn vetur hjá stálsmiðjunni Kletti í Hafnarfirði en annars vann hann allan sinn aldur við búskap heima á Kópsvatni. Útför Guðmundar fer fram frá Hrunakirkju í dag, 10. janúar 2025, kl. 14.
Ég á margar ljúfar æskuminningar um heimsóknir að Kópsvatni til þeirra Nóa, Dísu, Denda og allra dýranna sem voru bæði inni og úti. Þar komum við fjölskyldan iðulega við
...