Kanadíski stjórnmálafræðingurinn Marc Lanteigne segir að bæði Rússland og Kína hafi með réttu verið gagnrýnd fyrir efnahagslegar hótanir á borð við þær sem Donald Trump verðandi Bandaríkjaforseti viðrar nú gagnvart Grænlandi.
Stjórnmálafræðingurinn flutti erindi á opinni málstofu á vegum Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands í Norræna húsinu í gær, undir yfirskriftinni: Er Grænland til sölu?
Trump hefur lýst vilja til að kaupa Grænland og ekki útilokað möguleikann á að hann muni beita hervaldi til að ná fram vilja sínum selji Danmörk ekki Grænland.
„Við héldum að Bandaríkin væru hafin yfir slíka gamaldags stórveldahegðun, en greinilega ekki. Hvaða ríkisstjórn sem fer í taugarnar á Trump á á hættu að vera beitt efnahagslegum þvingunum,“ segir Lanteigne,
...