50 ára Guðlaug er félagsráðgjafi MA, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur í félagsráðgjöf á heilbrigðissviði. Hún ólst upp í Voga- og Sundahverfi í Reykjavík en er ættuð úr borginni og af Suðurlandi í móðurætt og úr Ísafjarðardjúpi og af Héraði á Austfjörðum í föðurætt.

Guðlaug tók grunnskólapróf úr Langholtsskóla og stúdentspróf úr Menntaskólanum við Sund en fór eitt ár sem skiptinemi til Virginíu í Bandaríkjunum á menntaskólaárunum. Árið eftir stúdentsprófið fór hún sem au pair til Lundar í Svíþjóð og er mikill aðdáandi Svíþjóðar síðan þá og metur mikils land og þjóð. Eftir dvölina í Svíþjóð hóf hún nám við félagsfræði í Háskóla Íslands og færði sig svo yfir í félagsráðgjöf og lauk í kjölfarið BA-prófi í félagsfræði og starfsréttindanámi í félagsráðgjöf árið 2000.

Frá síðustu aldamótum hefur Guðlaug starfað

...