Efndir (Valkyrjanna) er yfirskrift vísu sem Helgi Einarsson sendir þættinum: Bæði til höfuðs og handa þær helst verða sig að standa, að öllu gæta, afkomu bæta og uppræta sérhvern vanda. Jón Jens Kristjánsson orti þessa skemmtilegu „Þrettándalimru“

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Efndir (Valkyrjanna) er yfirskrift vísu sem Helgi Einarsson sendir þættinum:

Bæði til höfuðs og handa

þær helst verða sig að standa,

að öllu gæta,

afkomu bæta

og uppræta sérhvern vanda.

Jón Jens Kristjánsson orti þessa skemmtilegu „Þrettándalimru“.

Í öndverðu úti við skóga

álfarnir dönsuðu um snjóa

þar blikaði gljá

og glampa sló

gullroðnu hornin á Jóa.

Magnúsi Halldórssyni varð bráðamál að pissa, vék sér afsíðis og þóttist

...