„Auðvitað er alltaf viðbragð á svæðinu en við gerum samt sem áður þá sjálfsögðu kröfu að það sé nógu vel mannað á heilsugæslustöðvunum hér í kring,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra
Hvolsvöllur Óánægja er með skort á læknum í Rangárvallasýslu.
Hvolsvöllur Óánægja er með skort á læknum í Rangárvallasýslu. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Auðvitað er alltaf viðbragð á svæðinu en við gerum samt sem áður þá sjálfsögðu kröfu að það sé nógu vel mannað á heilsugæslustöðvunum hér í kring,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri í Rangárþingi ytra.

Á fundi sveitarstjórnar í vikunni var rætt um stöðu læknamála hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) í Rangárvallasýslu. Sú umræða kemur í kjölfar uppákomu á Hvolsvelli á aðfangadagskvöld þegar ekki var hægt að ná í lækni til að úrskurða mann látinn. Maðurinn var geymdur í herbergi á dvalarheimili yfir nóttina en var svo fluttur á útfararstofu. Í kjölfarið kom fram að dæmi eru um að bráðavakt lækna í Rangárþingi hafi fallið niður þar sem ekki hafi tekist að manna vaktirnar. Forstjóri HSU upplýsti að staðan síðustu mánuði hefði verið þannig að nánast eingöngu

...