Hagsmunir nefnist uppistand sem Bergur Ebbi frumsýnir í Tjarnarbíói í kvöld. „Hagsmunir fjallar um samtímann og samskiptamynstur hans, hvernig við tölum saman, hvernig við hugsum um framtíðina og ekki síst um alla hlýlegu hversdagslegu hlutina sem skipta í raun mestu máli þegar upp er staðið. Fyrri sýning Bergs Ebba, Kynslóðir, gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíói 2022-23 og var sýnd hátt í fjörutíu sinnum. Þá var sýningin tekin upp og sýnd á RÚV árið 2024. Hagsmunir er glæný sýning með nýjum efnistökum og nýjum hugsunum, og ætti ekki að valda aðdáendum góðs gríns og samfélagsgreininga vonbrigðum,“ segir í viðburðarkynningu. Miðar fást á tix.is.