Alls sóttu 52 um starf forstjóra Landsnets sem auglýst var laust til umsóknar í desember, 17 konur og 35 karlar.
Fram kemur á heimasíðu Landsnets að í samráði við ráðgjafa á sviði mannauðsmála hafi stjórn Landsnets ákveðið að birta ekki nöfn umsækjenda. Sé það gert með hagsmuni Landsnets í huga og til að tryggja að sem flestir hæfir einstaklingar myndu sækjast eftir starfinu.
Ráðningarferlið er nú hafið í samstarfi við ráðningarstofuna Hagvang og munu viðtöl við umsækjendur hefjast á næstu dögum.
Guðmundur Ingi Ásmundsson hefur gegnt starfi forstjóra Landsnets frá árinu 2014 en hann lætur nú af störfum fyrir aldurs sakir. Ekki liggur fyrir hvenær nýr forstjóri tekur við starfinu samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu.
Fram kom þegar starfið var auglýst að leitað væri að öflugum og framtakssömum leiðtoga með skýra framtíðarsýn og hugrekki til að
...