Allir núlifandi forsetar Bandaríkjanna, fyrrverandi, núverandi og verðandi, voru samankomnir í dómkirkjunni í Washington í gær til þess að kveðja Jimmy Carter, sem gegndi embættinu frá 1977-1981, en opinber útför hans fór fram í gær.
Fjölmargir aðrir þjóðarleiðtogar voru einnig viðstaddir athöfnina og vottuðu þeir Carter virðingu sína. » 13