Bjarni hefur sýnt aðdáunarvert þol og haldið ró í aðstæðum þar sem mjög hefur reynt á hann. Ástæða er til að bera djúpa virðingu fyrir því.
Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að kveðja stjórnmálin. Þar með lýkur löngum pólitískum ferli þar sem hann varð oft að þola harðar árásir.
Bjarni Benediktsson hefur ákveðið að kveðja stjórnmálin. Þar með lýkur löngum pólitískum ferli þar sem hann varð oft að þola harðar árásir. — Morgunblaðið/Karítas

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Sú sem þetta skrifar minnist þess ekki að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi farið sérlega illum orðum um pólitíska andstæðinga þótt oft hafi hann haft ástæðu til. Bjarni kann sig og hið sama má segja um langflesta pólitíska andstæðinga hans á þingi. Pólitískir andstæðingar Bjarna eru hins vegar ekki bara á þingi, þeir eru einnig í netheimum þar sem þeir láta til sín taka og vanda ekki kveðjurnar þeim sem þeir eru ósammála. Og þeir eru mjög ósammála Bjarna Benediktssyni í svo að segja í öllum málum og láta vita af því, oft með dólgslátum.

Bjarni hefur fengið yfir sig meiri fúkyrðaflaum en flestir aðrir stjórnmálamenn samtímans. Auðveldlega væri hægt að fylla dálk eins

...