Svanur Vilbergsson gítarleikari flytur ný lög í bland við önnur sígildari í Salnum í Kópavogi á morgun kl. 13.30. Um er að ræða fyrstu tónleika þessa misseris í tónleikaröðinni Klassík í Salnum sem Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk…
Svanur Vilbergsson gítarleikari flytur ný lög í bland við önnur sígildari í Salnum í Kópavogi á morgun kl. 13.30. Um er að ræða fyrstu tónleika þessa misseris í tónleikaröðinni Klassík í Salnum sem Félag íslenskra tónlistarmanna – klassísk deild FÍH heldur í samstarfi við Salinn í Kópavogi. Á undan tónleikunum, kl. 13, verður boðið upp á tónleikaspjall í fordyri Salarins þar sem skyggnst verður inn í efnisskrá dagsins. Kaupa má miða á tix.is.