Úlfar Lúðvíksson
Úlfar Lúðvíksson

„Það má segja að við séum að bíða eft­ir næsta at­b­urði og vit­um ekki hvort það verður kviku­hlaup eða eld­gos. Jörðin hag­ar sér með svipuðum hætti og fyrr,“ segir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri Suðurnesja. Líklegt þykir að það muni draga aftur til tíðinda á Sundhnúkagígaröðinni um næstu mánaðamót.

Óvissustig er í gildi og segir Úlfar að aðgerðastjórn og vettvangsstjórn fundi tvisvar í viku. Hann seg­ir að vett­vangs­stjórn­in sé við störf í Grinda­vík en þar séu bæði lög­reglu­menn, slökkviliðsmenn og starfs­menn á veg­um Lands­bjarg­ar. Lítið sé um ferðamenn í Grinda­vík en bær­inn sé op­inn. gummih@mbl.is