Ragnhildur Björg Erlendsdóttir fæddist á Jarðlangsstöðum á Mýrum 14. apríl 1931. Hún lést á Hrafnistu 24. desember 2024.
Foreldrar hennar voru Auður Finnbogadóttir, f. 1904, d. 1985, og Erlendur Jónsson, f. 1896, d. 1980. Hún ólst upp á Jarðlangsstöðum í Borgarfirði að tíu ára aldri ásamt þremur systkinum, Þuríði, Ernu og Erni. Erna lifir systkini sín.
Fyrri eiginmaður Ragnhildar var Kjartan Jónsson, f. 1915, d. 1989.Börn þeirra eru: 1) Hilmar, f. 1949, kvæntur Maríu Hallbjörnsdóttur, þau skildu. Eignuðust þau Lísu, f. 1986. Fyrir átti Hilmar Sigríði, f. 1974. 2) Jón Birgir, f. 1952, kvæntur Theminu Kjartansson. Þau eiga Kjartan, f. 1976, Anítu, f. 1979, og Alex, f. 1981. 3) Auður, f. 1956, gift Herði S. Bachmann. Eiga þau Írisi, f. 1985, og Hildi, f. 1989. Barnabarnabörnin eru 13. Ragnhildur og Kjartan slitu samvistum.
...