Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir mikið hafa áunnist við að efla samskipti ríkjanna í sendiherratíð sinni. Þá hafi alþjóðleg umræða um Grænland minnt á vaxandi þýðingu norðurslóða í alþjóðamálum og mikilvægi þess að tryggja öflugar varnir
Baksvið
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Carrin F. Patman, fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, segir mikið hafa áunnist við að efla samskipti ríkjanna í sendiherratíð sinni. Þá hafi alþjóðleg umræða um Grænland minnt á vaxandi þýðingu norðurslóða í alþjóðamálum og mikilvægi þess að tryggja öflugar varnir.
Patman tekur á móti blaðamanni og ljósmyndara í bandaríska sendiráðinu við Engjateig. Við mæltum okkur mót síðastliðinn miðvikudag en daginn eftir var sendiráðið lokað vegna útfarar Jimmy Carter forseta.
Patman, sem var skipuð sendiherra í ágúst 2022, heldur af landi brott í næstu viku eftir viðburðaríka sendiherratíð. Mun næstráðandi hennar í sendiráðinu, Erin Sawyer, stýra sendiráðinu þar til nýr
...