— AFP/Natalia Kolesnikova

Við gatnamót ein í rússneska bænum Petúskí í Vladimír-héraði standa þessi auglýsingaskilti sem eru á vegum stjórnvalda í Moskvu. Á þeim eru hermenn Rússlands heiðraðir og almenningur um leið hvattur til að ganga til liðs við hersveitir landsins. Tilgangurinn augljós – fjölga í herliði Moskvuvaldsins eftir mikla blóðtöku í Úkraínu undanfarin ár.

Vestrænar leyniþjónustur segja Moskvuvaldið hafa misst, þ.e. fallnir og særðir, rúmlega 800 þúsund hermenn frá því að innrás hófst í Úkraínu. Margir hinna særðu munu aldrei ná fyrri heilsu. Útgjöld ríkisins þegar kemur að bótum til aðstandenda látinna hermanna og þeirra sem særðir eru hafa því stóraukist.

Þá hefur Moskvuvaldið einnig stóraukið æskulýðsstarf hersins og er það liður í nýliðun.