Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þetta á allt upphaf sitt í því að ég kynntist gömlum mexíkóskum manni í Kólumbíu fyrir um áratug. Þá hafði ég verið að ferðast um víða veröld í nokkur ár og var orðin blönk, svo ég var að vinna á hosteli í Kólumbíu, og þar fékk ég tannpínu. Þá kynntist ég þessum gamla skrýtna manni, sem heitir Julio Lopez en er kallaður El Vampiro, en hann gaf mér Aztek-úða sem hjálpaði mér að losna við sýkinguna og deyfði verkinn,“ segir Alexandra Dögg Sigurðardóttir sem framleiðir húð- og heilsuvörur undir nafninu La Brújería, en þær býr hún til úr mexíkóskum og íslenskum jurtum.
„Ég varð alveg heilluð af mögnuðum áhrifum úðans og við Julio fórum að spjalla. Þá kom í ljós að hann vantaði aðstoðarmanneskju hjá sér í Mexíkó við að búa til þennan úða og
...