Menningarviðurkenningar RÚV fyrir árið 2024 voru afhentar í vikunni. Áslaug Jónsdóttir hlaut viðurkenningu Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir „fjölbreytt verk sín og framlag til íslenskra bókmennta, barnamenningar og myndlistar“. Birnir Jón Sigurðsson hlaut hvatningarverðlaun Rithöfundasjóðs Ríkisútvarpsins fyrir „að vinna jöfnum höndum með texta, leikhús og kvikmyndir sem bæði rit- og sviðshöfundur, leikstjóri og flytjandi og hefur komið að skipulagi og framkvæmd margskonar lista- og menningarviðburða á undanförnum árum“. Örn Elías Guðmundsson eða Mugison hlaut Krókinn 2024 – viðurkenningu Rásar 2, fyrir framúrskarandi tónlistarflutning, en á liðnu ári einsetti hann sér að halda tónleika í 100 kirkjum í 100 póstnúmerum. Við sama tækifæri voru alls 104 styrkir veittir úr sameinuðum Tónskáldsjóði Ríkisútvarpsins og STEFs, en sjóðurinn hefur það markmið að stuðla að frumsköpun og útbreiðslu íslenskrar
...