Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu, hefur af bæjarblaðinu Mosfellingi verið valinn Mosfellingur ársins 2024. Stóð blaðið að valinu nú í 20. sinn. Magnús Már afrekaði það á síðasta tímabili að koma…
Mosfellingur Hilmar ritstjóri afhendir Magnúsi Má Einarssyni verðlaunin.
Mosfellingur Hilmar ritstjóri afhendir Magnúsi Má Einarssyni verðlaunin. — Ljósmynd/Raggi Óla

Magnús Már Einarsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu, hefur af bæjarblaðinu Mosfellingi verið valinn Mosfellingur ársins 2024. Stóð blaðið að valinu nú í 20. sinn.

Magnús Már afrekaði það á síðasta tímabili að koma knattspyrnuliði Aftureldingar í fyrsta skipti í efstu deild, en síðasta haust átti knattspyrnudeild félagsins 50 ára afmæli.

„Ég er mjög þakklátur og snortinn að fá þessi verðlaun frá besta blaði í heimi. Fyrir mig persónulega eru þetta skemmtilegustu verðlaun sem ég hef fengið á ævinni,“ segir Magnús Már í fréttatilkynningu frá Mosfellingi.

Það var Hilmar Gunnarsson ritstjóri Mosfellings sem afhenti Magnúsi verðlaunin í vikunni.