Bjarnþór Haraldur Sverrisson (Baddó) fæddist 3. september 1957. Hann lést 17. desember 2024.
Útför hans fór fram 10. janúar 2025.
Ég hef alltaf vitað af Baddó frá því að ég var krakki á Ísafirði og þefaði uppi sögur um persónur bæjarins. Við kynntumst fyrst á afmælisdaginn minn fyrir nokkrum árum. Á Húsinu, Rúnar Þór að spila og Baddó lét það ekki framhjá sér fara. Við gerðum þar samning á matarpöntunarblað um að ég myndi skrifa ævisöguna hans. Ég byrjaði þá að fanga kallinn á filmu. Elti hann með myndavél og tók við hann viðtöl. Milli okkar þróaðist óvæntur og skemmtilegur vinskapur. Hann talaði, ég hlustaði. Allt eins og það átti að vera. Hann hafði eitthvað til að lifa fyrir, sagði hann í gríni.
Að vera vinur Baddó þýddi auðvitað skilaboð á öllum tímum sólarhrings. Bara að taka stöðuna. Það
...