Árni var galdrakarl. Aðsópsmikill, vænn og virkur. Og hjálpsamur.
Einstakur Áhrif Árna Grétars Jóhannessonar á íslenskt tónlistarlíf voru mikil. Portrettið af honum var tekið 2019.
Einstakur Áhrif Árna Grétars Jóhannessonar á íslenskt tónlistarlíf voru mikil. Portrettið af honum var tekið 2019. — Morgunblaðið/Hari

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Og er Árni Grétar líka á þeirri plötu?“ segir einn dómnefndarmeðlimurinn glettinn þegar verið var að sortera útgáfu síðasta árs fyrir Kraumsverðlaunin. „Nei, að vísu ekki. Ótrúlegt en satt,“ segir annar og kímir. Samtalið er eðlilegt, enda tók Árni Grétar Jóhannesson, sem kallaði sig oftast nær Futuregrapher þegar hann bjó til tónlist, þátt í óhemju mörgum útgáfum bara á síðasta ári. Árni lést á sviplegan hátt í upphafi þessa árs og óhætt að segja að skarð sé fyrir skildi í tónlistarlífi þessa litla lands. Í raftónlistargeiranum var Árni kjölfesta til áratuga, óhemju virkur í alls kyns tónlistarsköpun (undir nöfnum eins og Futuregrapher, Karl Marx, Árni Grétar, Mega Segas, Dj Dorrit, Siggi Stasi, Bjarni Ben, JP8080 o.fl.), kom að samstarfi við

...