Örn Steinsen fæddist 11. janúar 1940 í Reykjavík. Foreldrar Arnar voru Vilhelm Steinsen, f. 1903, d. 1992, og Kristensa Marta Sigurgeirsdóttir, f. 1906, d. 1982.

Örn vann hjá Flugfélagi Íslands, hóf fyrst störf þar 1961. Árið 1974 varð hann síðan framkvæmdastjóri Útsýnar til ársins 1986 er hann stofnaði Ferðaskrifstofuna Sögu. Hann var auglýsingastjóri hjá Iceland Review í átta ár en lauk starfsferlinum sem framkvæmdastjóri KR árið 2007. Hann starfaði einnig í 18 ár sem knattspyrnuþjálfari, m.a. meistaraflokks karla hjá Þrótti, Fram, Víkingi og FH.

Örn spilaði með meistaraflokki KR frá 1958 og varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1959-1965 og þrisvar bikarmeistari árin 1962-1964. Alls lék hann 111 leiki með meistaraflokki KR. Örn lék átta landsleiki og skoraði eitt mark, hann hætti svo knattspyrnuiðkun 27 ára.

Örn hlaut öll æðstu gullmerki KR ásamt stjörnu KR, einnig gullmerki ÍBR, KSÍ og KÞÍ. Hann var einn af stofnendum Knattspyrnuþjálfarafélags Íslands

...