Hilmir Rafn Mikaelsson, framherji 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking frá Stavanger. Hann hefur verið á mála hjá Venezia á Ítalíu frá 2022 og lék þar einn leik í…
Hilmir Rafn Mikaelsson, framherji 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við norska úrvalsdeildarfélagið Viking frá Stavanger. Hann hefur verið á mála hjá Venezia á Ítalíu frá 2022 og lék þar einn leik í A-deildinni en var í láni hjá Kristiansund í Noregi allt síðasta tímabil. Hilmir hefur leikið 26 leiki með U19 og U21 árs landsliðum Íslands og skorað í þeim sjö mörk. Hann lék með Fjölni áður en hann fór utan.