„Þetta var frábær upplifun og öll umgjörðin í kringum mótið var upp á tíu. Það var heiður að vera fulltrúi Íslands og heimsálfunnar,“ sagði kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson í samtali við Morgunblaðið
Golf
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
„Þetta var frábær upplifun og öll umgjörðin í kringum mótið var upp á tíu. Það var heiður að vera fulltrúi Íslands og heimsálfunnar,“ sagði kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson í samtali við Morgunblaðið.
Gunnlaugur var í úrvalsliði áhugamanna í Evrópu á Bonallack Trophy í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en þar mætast úrvalslið áhugamanna Evrópu og Asíu/Eyjaálfu. Að lokum vann lið Asíu og Eyjaálfu, 16,5:15:5, eftir spennandi keppni.
„Það var svekkjandi. Við vorum jafnir eftir tvo daga og ég ætlaði að vinna leikinn minn í dag (í gær). Ég vildi vinna og liðið mitt vildi vinna. Svona er þetta þegar þú ert með bestu leikmenn Asíu og Evrópu. Allir leikir eru stál í stál og
...