Blaðberar og póstmenn sæta slíku misrétti oft á tíðum, að yfirgengilegt er.“
Með þessum orðum hófst bréf sem „hundavinur“ ritaði Velvakanda í ársbyrjun 1985. Ekki alls fyrir löngu hafði hann verið að bera út dagblöð, og er hann ætlaði að bera út í eina götuna mætti hann lausum hundum. „Geltu þeir ógurlega, en ég lét það ekki á mig fá enda alinn upp í sveit að hluta, vanur hundum og óhræddur við þá. Ætlaði ég mér því að ganga ótrauður upp tröppurnar á húsunum með blöðin. Stukku þá hundarnir eldsnöggt í veg fyrir mig og urruðu illilega. Þeir vörðu ekki aðeins sín heimili heldur alla götuna eins og hún lagði sig. Ógerningur var að nálgast húsin.“
Okkar mann fýsti ekki í hundaslag enda við ofurefli að etja og hann friðsamur að eðlisfari. Gatan var þess
...