Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.
Í þættinum er leitað svara við því hvað í ósköpunum gerðist í Árskógum og varð til þess að gríðarstór vöruskemma og kjötvinnsla reis við Álfabakka og byrgir nú íbúum þar sýn.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur, hafði ekki áhuga á að mæta til þess að svara spurningum sem brenna á almenningi um umrætt ferlíki. Ólöf er hins vegar öllum hnútum kunnug á þessu sviði og enginn kemur þar að tómum kofunum.
Auk Ólafar mæta til leiks þeir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og rýna í helstu fréttir líðandi viku.