Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Í þættinum er leitað svara við því hvað í ósköpunum gerðist í Árskógum og varð til…

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, situr fyrir svörum í nýjasta þætti Spursmála undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar.

Í þættinum er leitað svara við því hvað í ósköpunum gerðist í Árskógum og varð til þess að gríðar­stór vöruskemma og kjötvinnsla reis við Álfa­bakka og byrg­ir nú íbú­um þar sýn.

Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi og formaður um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur, hafði ekki áhuga á að mæta til þess að svara spurn­ing­um sem brenna á al­menn­ingi um umrætt ferlíki. Ólöf er hins veg­ar öll­um hnút­um kunn­ug á þessu sviði og eng­inn kem­ur þar að tóm­um kof­un­um.

Auk Ólafar mæta til leiks þeir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play og Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur og rýna í helstu fréttir líðandi viku.