Björgvin Víglundsson
Það er augljóst að hér ríkir slæmt ástand í húsnæðismálum. Hingað til hafa menn haft uppi ýmsar aðgerðir til að laga ástandið en engin þeirra hefur haft merkjanleg áhrif til hins betra. Í þessari grein verður reynt að átta sig á því til hvaða aðgerða mætti grípa án þess að opinberir aðilar leggi fram fjármagn. Af þeim ástæðum eru lóðaverð og vextir ekki rædd, en það eru auðvitað stórir þættir.
Eftirfarandi tillögur eru sniðnar eftir umhverfi byggingariðnaðar Norðurlandaríkja að mestu:
1) Á lóðum húsa geti eigendur byggt með ákveðnum skilyrðum hús allt að 40 fermetrum. Slíkt hús mætti leigja eða selja að vild. Hér þarf auðvitað að setja skilyrði um hæð og hugsanlega fleira, en þó ber að varast að hafa umgjörð svo flókna að framkvæmd yrði erfið.
...