Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Yfirvöld í Kaliforníu staðfestu í gær að tíu manns hið minnsta hefðu farist í gróðureldunum miklu sem enn geisa í Los Angeles og nágrenni. Rúmlega 10.000 byggingar hafa nú orðið gróðureldunum að bráð að sögn slökkviliðs Kaliforníu, og sagði Robert Luna, fógeti í Los Angeles-sýslu, að ummerkin eftir eldsvoðann líktust því helst að atómsprengja hefði lent á borginni.
Nokkuð hefur borið á ránum og gripdeildum í kjölfar eldanna, og gildir nú útgöngubann á vissum svæðum í Los Angeles-sýslu. Þá hefur Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, kallað út þjóðvarðlið ríkisins til þess að gæta almannaöryggis.
Sagði Newsom að gripið yrði til allra ráða til þess að verja samfélagið á næstu dögum og varaði við því að gripdeildir
...