Yfirvöld í Kaliforníu staðfestu í gær að tíu manns hið minnsta hefðu farist í gróðureldunum miklu sem enn geisa í Los Angeles og nágrenni. Rúmlega 10.000 byggingar hafa nú orðið gróðureldunum að bráð að sögn slökkviliðs Kaliforníu, og sagði Robert…
Altadena Fjölskyldumeðlimir reyna að hughreysta hver annan eftir að hafa komið að rústum heimilis síns.
Altadena Fjölskyldumeðlimir reyna að hughreysta hver annan eftir að hafa komið að rústum heimilis síns. — AFP/Josh Edelson

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Yfirvöld í Kaliforníu staðfestu í gær að tíu manns hið minnsta hefðu farist í gróðureldunum miklu sem enn geisa í Los Angeles og nágrenni. Rúmlega 10.000 byggingar hafa nú orðið gróðureldunum að bráð að sögn slökkviliðs Kaliforníu, og sagði Robert Luna, fógeti í Los Angeles-sýslu, að ummerkin eftir eldsvoðann líktust því helst að atómsprengja hefði lent á borginni.

Nokkuð hefur borið á ránum og gripdeildum í kjölfar eldanna, og gildir nú útgöngubann á vissum svæðum í Los Angeles-sýslu. Þá hefur Gavin Newsom, ríkisstjóri í Kaliforníu, kallað út þjóðvarðlið ríkisins til þess að gæta almannaöryggis.

Sagði Newsom að gripið yrði til allra ráða til þess að verja samfélagið á næstu dögum og varaði við því að gripdeildir

...