Myndlistarkonan Anna Leósdóttir opnar sýningu sína Margt býr í fjöllunum í Hannesarholti í dag klukkan 14. „Þetta eru vissulega ekki hefðbundnar náttúrumyndir heldur mín túlkun á náttúrunni,“ er haft eftir Önnu í tilkynningu
Myndlistarkonan Anna Leósdóttir opnar sýningu sína Margt býr í fjöllunum í Hannesarholti í dag klukkan 14. „Þetta eru vissulega ekki hefðbundnar náttúrumyndir heldur mín túlkun á náttúrunni,“ er haft eftir Önnu í tilkynningu.
Sýningin samanstendur af 11 akrýlmálverkum þar sem fjöll eru í fyrirrúmi en listakonan segist ennfremur vilja vekja athygli á mikilvægi íslenskrar náttúru. Hana beri að vernda og hlúa að henni því hún sé einstök á heimsvísu.
„Ekki síst nú þegar sótt er að náttúrunni úr öllum áttum,“ segir Anna en hún á að baki fjölda einkasýninga og hefur sýnt m.a. í Viðey og í Ráðhúsi Reykjavíkur svo fátt eitt sé nefnt. Sýningin stendur til 30. janúar.