Menn geta eflaust stutt strandveiðar og hafnað hvalveiðum af tilfinningaástæðum, en þeir geta ekki fært nein frambærileg fræðileg rök fyrir því. Kvótakerfið íslenska er hagkvæmasta lausnin, sem enn hefur fundist á „samnýtingarbölinu“…

Menn geta eflaust stutt strandveiðar og hafnað hvalveiðum af tilfinningaástæðum, en þeir geta ekki fært nein frambærileg fræðileg rök fyrir því.

Kvótakerfið íslenska er hagkvæmasta lausnin, sem enn hefur fundist á „samnýtingarbölinu“ svokallaða (Tragedy of the Commons), en það er, að ótakmarkaður aðgangur að takmarkaðri auðlind leiðir til ofnýtingar hennar. Við kvótakerfið geta handhafar ótímabundinna og framseljanlegra kvóta skipulagt fjárfestingar sínar og rekstur á þann veg, að veiðarnar verði sem hagkvæmastar. Strandveiðar mynda hins vegar gat á þeim garði, sem kvótakerfið reisir í raun í kringum fiskimiðin. Þar verður til óhagkvæmt kapphlaup um að veiða sem mest, áður en veiðarnar eru stöðvaðar. Þar verður til sóun, sem bitnar að lokum á landsmönnum öllum.

Bann við hvalveiðum er ekki þáttur í

...