Danski kvikmyndaleikstjórinn Thomas Vinterberg, sem þekktastur er fyrir myndirnar Druk (2020), Jagten (2012) og Festen (1998), hlýtur heiðursverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fram fer 24
Danski kvikmyndaleikstjórinn Thomas Vinterberg, sem þekktastur er fyrir myndirnar Druk (2020), Jagten (2012) og Festen (1998), hlýtur heiðursverðlaun á Kvikmyndahátíðinni í Gautaborg sem fram fer 24. janúar til 2. febrúar. Opnunarmynd hátíðarinnar er norska kvikmyndin Før mørket í leikstjórn Eiriks Svensson. Meðal annarra mynda sem sýndar verða á hátíðinni eru The Brutalist með Adrien Brody, Felicity Jones og Guy Pearce í aðalhlutverkum.