Albert Þór Jónsson
Framsýni þeirra sem komu lífeyriskerfinu af stað fyrir um fimm áratugum hefur reynst mikill gæfuvaldur fyrir alla landsmenn og mikilvægi þess á flestum sviðum þjóðlífsins er umtalsvert. Mikilvægustu styrkleikar íslenska lífeyriskerfisins eru full sjóðsöfnun, hagstæð aldursdreifing og mikil atvinnuþátttaka. Kerfið byggir á fullri sjóðsöfnun að stærstum hluta en margar þjóðir eru með gegnumstreymiskerfi þar sem treyst er á framtíðarskatttekjur viðkomandi landa.
Íslenskir lífeyrissjóðir þurfa að taka strategískar ákvarðanir varðandi áhættudreifingu með auknum erlendum fjárfestingum, en þannig geta þeir flutt áhættu yfir í önnur hagkerfi til lengri tíma og þannig náð fram ásættanlegri áhættudreifingu. Á næstu árum má búast við að fjárfestingar verði að stærstum hluta í erlendum verðbréfum þannig að markmið um fjárfestingarstefnu verði
...