Fimm aðskildir gróðureldar herja enn á Los Angeles og nágrenni, en slökkviliði tókst að slökkva Sunset-eldinn í gær. Palisades-eldurinn er sem fyrr sá stærsti, en hann hefur brennt um 8.000 hektara lands og eyðilagt rúmlega 5.300 hús. Náðu slökkviliðsmenn um 6% stjórn á eldinum í gær vegna þess að vind lægði um stund.

Á myndina vantar nýjasta eldinn, sem blossaði upp á fimmtudagskvöldið og er kenndur við Kenneth. Kenneth-eldurinn hefur þegar lagt undir sig tæpa 390 hektara skammt norðan við Palisades-eldinn. Einn var handtekinn í fyrrakvöld vegna gruns um að hann hefði kveikt eldinn viljandi.