Leikarinn Villi Neto hefur vakið athygli á TikTok eftir að hafa rakað af sér sína einkennandi mottu fyrir hlutverk í leikritinu Ungfrú Ísland. „Það er eins gott að Ungfrú Ísland verði gott leikrit því ég þurfti að raka af mér mottuna fyrir það,“…
Leikarinn Villi Neto hefur vakið athygli á TikTok eftir að hafa rakað af sér sína einkennandi mottu fyrir hlutverk í leikritinu Ungfrú Ísland. „Það er eins gott að Ungfrú Ísland verði gott leikrit því ég þurfti að raka af mér mottuna fyrir það,“ segir hann í myndbandi þar sem hann sýnir nýja útlitið, sem hann viðurkennir að hann eigi erfitt með að venjast. „Þetta er ekki Villi Netó, þetta er Sveppi Krónan,“ sagði einn fylgjandi, á meðan annar, með svipaðar hugmyndir, spurði hvort þetta væri Villi Bónus. Leikritið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu 16. janúar. Nánar á K100.is.