Á nýliðnu ári var 150 ára fæðingarafmæli Winstons Churchill fagnað víða um heim og vitaskuld voru birtar fjölmargar gamlar ljósmyndir af forsætisráðherranum dáða. Þá var ekki mögulegt annað en að staldra við frægustu myndina sem tekin var af Churchill. Heiðurinn af henni á Yousuf Karsh, armensk-kanadíski ljósmyndarinn sem talinn er einn fremsti portrettljósmyndari 20. aldarinnar.
Hann fæddist í Tyrklandi árið 1908. Foreldrar hans voru Armenar. Móðir hans var vel menntuð og vel lesin á þess tíma mælikvarða, en faðir hans, sem var ólæs, vann fyrir fjölskyldunni sem farandsölumaður. Armenar bjuggu á þessum tíma við ofsóknir og fjölskyldan flúði til Sýrlands árið 1922, fór þangað fótgangandi. Tveimur árum síðar sendu foreldrarnir son sinn til Kanada þar sem hann bjó hjá frænda sínum sem var ljósmyndari. Karsh lærði ljósmyndun af honum en um tvítugt fór hann í læri til John H. Garo
...