Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins. „Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn getur ekki búið lengi við þá stöðu að hafa uppi óvissu um forystu,“ skrifar…

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

„Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn getur ekki búið lengi við þá stöðu að hafa uppi óvissu um forystu,“ skrifar Þórdís Kolbrún í pistli sínum í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. „Þess vegna tel ég rétt að landsfundur Sjálfstæðisflokksins verði haldinn um mánaðamótin febrúar/mars eins og búið var að ákveða.“

Er Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann yrði ekki formaður áfram sagði Þórdís Kolbrún að hún hefði ekki verið „í forystu flokksins og gegnt varaformennsku síðastliðin sjö ár nema ég væri tilbúin og klár til að leiða flokkinn inn í framtíðina“.