Bjarni Þjóðleifsson fæddist 29. janúar 1939. Hann lést 30. desember 2024.
Útför hans fór fram 10. janúar 2025.
Mér er ljúft að minnast í fáeinum orðum góðs samstarfsmanns og vinar, Bjarna Þjóðleifssonar.
Samstarf okkar hófst á Landspítalanum við Hringbraut árið 1987, en Bjarni var þar yfirlæknir meltingarlækninga. Ég hafði ekki kynnst honum persónulega áður, en mundi vel eftir áhugaverðum fyrirlestrum hans í Læknadeildinni um áratug fyrr, þegar hann var nýlega kominn heim frá námi á Bretlandseyjum.
Í stuttu máli voru öll frekari kynni og samstarf við Bjarna eins og best varð á kosið. Samstarf okkar á spítalanum varði í alls 22 ár og var náið, þar sem við vorum ekki margir meltingarlæknarnir á Hringbrautinni á þessum tíma, raunar bara þrír fyrstu níu árin. Það
...