Sigurveig Sæunn Steindórsdóttir fæddist 11. maí 1940. Hún lést 23. júlí 2024.

Útför hennar fór framm 9. ágúst 2024.

Sæja frænka var kona sem enginn gleymir sem henni kynntist. Ung fékk ég stundum að dvelja hjá henni og Gudda í Kvistalandi, það var gaman, og það sem Benni frændi nennti að drösla mér með sér út um allt. Ég var nokkurs konar dúkkubarn, Sæja lét setja göt í eyrun á mér, krullaði á mér hárið og við fórum út að labba í rigningu í kjól, kápu og með regnhlíf. Það gerðu bara drottningar. Hún lét í ljós skoðanir sínar og álit á ákvörðunum mínum. Allt frá fatavali, námi og þeim starfsleiðum sem ég valdi mér að því sem var ofarlega í huga hennar – og gallhörð á – fæðuvali! Enga bumbu takk! Hún sagði oft: „Sæunn mín, við erum allt of fallegar til að hafa vömb.“

En Sæja

...