Rannveig Jónsdóttir fæddist 8. júní 1935. Hún lést 21. desember 2024.
Rannveig var jarðsungin 9. janúar 2025.
„Það var eitt af uppeldismarkmiðum rauðsokka að piltar jafnt sem stúlkur yrðu ábyrgir, sjálfbjarga einstaklingar innan heimilis sem utan,“ skrifar Rannveig í bókina Á rauðum sokkum (2011). Hún hafði samband við okkur nokkrar sem komum að stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar og hvatti okkur til ritunar bókar um upphafsárin, líf okkar og baráttu. Hún taldi okkur gleymdar og að verk sem við hefðum staðið fyrir væru nú eignuð öðrum, en minnti jafnframt á að hreyfingin hefði náð að breyta hugsunarhætti um stöðu kvenna, andæft hefðum og barist gegn illkleifum múrum. Vaxandi óánægja kvenna leitaði sér farvegar á sjöunda áratugnum og þá varð Rauðsokkahreyfingin til. Við þökkum Rannveigu frumkvæðið að
...