Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina munu finna leið til að laga þau mistök sem urðu við Árskóga í Breiðholti þar sem gríðarstór skemma reis allt í einu og byrgir þar íbúum sýn og sólarljós
Ferlíkið Græn og risavaxin skemma byrgir íbúum sýn.
Ferlíkið Græn og risavaxin skemma byrgir íbúum sýn.

Stefán Einar Stefánsson

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina munu finna leið til að laga þau mistök sem urðu við Árskóga í Breiðholti þar sem gríðarstór skemma reis allt í einu og byrgir þar íbúum sýn og sólarljós. Skemma sem hefur fengið viðurnefnið Græna gímaldið.

Hún segir borgina hafa átt frábært samstarf við Búseta og kveðst hafa fullt af hugmyndum um hvernig megi bæta úr stöðunni sem upp er komin, til að mynda að endurhugsa íbúðirnar í fjölbýlishúsinu.

„Það er líka hægt að horfa á grunnmyndir Búseta; af hverju snúa svalirnar og betri rýmin í þá átt sem þau gera þar sem það er ekki í raun og veru besta áttin gagnvart sól. Er hægt að gera

...