Sýningin Undraland er opnuð í dag kl. 15 í Ásmundarsafni þar sem horfið er aftur í tímann og inn á vinnustofu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Í kynningartexta safnsins segir að leitast sé við að varpa ljósi á það sem gerðist á bak við tjöldin…
Sýningin Undraland er opnuð í dag kl. 15 í Ásmundarsafni þar sem horfið er aftur í tímann og inn á vinnustofu Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Í kynningartexta safnsins segir að leitast sé við að varpa ljósi á það sem gerðist á bak við tjöldin „í leit listamannsins að útfærslu sem hentaði hverju sinni fyrir þær hugmyndir sem spruttu fram“.
Samhliða sýningunni fer af stað verkefni sem stendur yfir árið 2025 þar sem samtímalistamenn verða með verk í vinnslu í Undralandi. Fyrstur er Unnar Örn J. Auðarson en verkefni hans hefst í dag og stendur til 23. mars. Sýningarstjóri er Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur.