Hjónin Tómas og Dagný á tindi Herðubreiðar (1.682 m) síðastliðið sumar.
Hjónin Tómas og Dagný á tindi Herðubreiðar (1.682 m) síðastliðið sumar.

Tómas Guðbjartsson er fæddur 11. janúar 1965 í Reykjavík. Hann bjó fyrstu æviárin á Grenimel 29 en flutti þriggja ára á Grenimel 41, þar sem hann býr enn.

„Ég var prakkari og átti til að koma mér í bobba, en námið sóttist vel þrátt fyrir „Tómt-mas“ í kennslutímum. Eftir Tjarnaborg, Melaskóla og Hagaskóla tóku við ekki síðri ár í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem líffræðikennarinn Hálfdán Ómar Hálfdánarson kveikti í mér áhuga á mannslíkamanum. Sama ár og ég útskrifaðist úr MR var ég því kominn í læknisfræði í HÍ og sex árum síðar tók við kandídatsár á Landspítala þar sem ég fann að skurðlækningar væru málið. Þarna vorum við hjónin komin með tvö börn og áttum hreiður í kjallaranum á Grenimel 41.“

Tómas vann í þrjú ár sem deildarlæknir á hinum ýmsu skurðdeildum Landspítala áður en fjölskyldan hélt utan til Helsingjaborgar í

...